Skilmálar


1.  Upplýsingar um vörur
Upplýsingar um vörur eru settar fram eftir bestu vitund seljanda hverju sinni. Í framsetningu upplýsinga gerir seljandi fyrirvara um birtingar- og/eða innsláttarvillur í myndum og texta. Sé vara uppseld áskilur Spæjaraskólinn sér rétt til að fella niður pöntun kaupanda, að hluta eða í heild. Kaupanda er ávallt tilkynnt um slíkar ákvarðanir, og enn fremur áskilur Spæjaraskólinn sér rétt til að staðfesta pantanir símleiðis ef með þarf.

2.  Greiðslur

Einungis er tekið við greiðslum með greiðslukortum, eða með Netgíró.

3. Afhending
Sendingarkostnaður greiðist af viðtakanda. Um sendingar gilda afhendingar,- ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts hf. um afhendingu vörunnar. Spæjaraskólinn ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá Spæjaraskólanum til kaupanda er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Vakin er athygli á því að merkingar á bréfalúgum og/eða póstkössum skulu vera fullnægjandi. Ef þessum kröfum er ekki mætt getur til þess komið að sending sé endursend til sendanda.

4.  Skilaréttur

Samkvæmt lögum nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga, getur neytandi fallið frá samningi um kaup á vöru yfir netið innan 14 daga frá pöntun með skriflegri yfirlýsingu. Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og henni sé skilað í góðu lagi með órofið innsigli. Ekki er hægt að skila vöru ef hún er ekki lengur í söluhæfu ástandi. 14 daga fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent Íslandspósti til flutnings. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd, og kaupandi ber kostnað af endursendingu vörunnar.

5.  Ábyrgð
Ábyrgð er á öllum vörum vegna framleiðslugalla. Ábyrgðin nær ekki til slits, skemmda eða rangrar meðhöndlunar, sem verða við notkun og eru á ábyrgð kaupanda. Ef bæta þarf vöru vegna galla eru þær bætur í formi sömu eða sambærilegrar vöru. Upphæð bóta vegna galla verður aldrei hærri en verðmæti upprunalegu vörunnar. Hafa skal samband strax með tölvupósti á netfang: kristin@radgatur.is

6.  Trúnaður
Spæjaraskólinn heitir viðskiptavinum sínum fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

7.  Almennt ákvæði
Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.

12.  Breyting skilmála
Skilmálar þessir voru upphaflega útgefnir þann 1. júlí 2019 og endurskoðaðir þann 17. október 2022.

Spæjaraskólinn – Kristólína ehf
Hjallavegi 18
530 Hvammstangi
Kt. 470119-1520